Fara beint í efnið

19. júní 2019

Alþjóðleg skoðanakönnun um viðhorf almennings til bólusetninga

Alþjóðlega fyrirtækið Wellcome Trust birtir í dag niðurstöður alþjóðlegrar könnunar sem gerð var 2018 um ýmis mál sem snerta heilbrigðismál, meðal annars um afstöðu almennings til bólusetninga.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Alþjóðlega fyrirtækið Wellcome Trust birtir í dag niðurstöður alþjóðlegrar könnunar sem gerð var 2018 um ýmis mál sem snerta heilbrigðismál, meðal annars um afstöðu almennings til bólusetninga.

Niðurstöðurnar sýna að í löndum þar sem velmegun er mikil ríkir töluverð vantrú á bólusetningum en í fátækari löndum er traust á bólusetningum mikið.

Niðurstaðan fyrir Ísland er góð þar sem 97% almennings telur að bólusetningar séu áhrifaríkar í að koma í veg fyrir sjúkdóma og 99% telur að bólusetningar séu mikilvægar fyrir börn. Hins vegar eru um 40% aðspurðra í vafa um öryggi bóluefna.

Þessi niðurstaða er í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum um afstöðu almennings til almennra bólusetninga. Ofangreindar niðurstöður sýna einnig að þörf er á betri upplýsingagjöf til almennings um öryggi bóluefna.

Sóttvarnalæknir