Fara beint í efnið

12. október 2021

Áframhaldandi notkun COVID-19 bóluefnis Moderna á Íslandi

Óbirt gögn frá Norðurlöndunum gefa til kynna að líkur á hjartabólgum eftir bólusetningu gegn COVID-19 séu mun hærri ef bóluefni Moderna er notað fyrir 18–39 ára einstaklinga heldur en eftir bólusetningu með bóluefni frá Pfizer.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Óbirt gögn frá Norðurlöndunum gefa til kynna að líkur á hjartabólgum eftir bólusetningu gegn COVID-19 séu mun hærri ef bóluefni Moderna er notað fyrir 18–39 ára einstaklinga heldur en eftir bólusetningu með bóluefni frá Pfizer. Hjartabólgur eru mun sjaldgæfari eftir bólusetningar hjá eldri aldurshópum. Taka skal fram að notkun bóluefnis Moderna hjá 12–17 ára er mun minni en notkun bóluefnis frá Pfizer í Evrópu og samanburður á öryggi bóluefnanna hjá þeim aldurshópi ekki verið gerður í þessari rannsókn.

Hér á landi er Moderna nú nær eingöngu notað í örvunarbólusetningar og verður notkun þess einskorðuð við örvunarbólusetningar 60 ára og eldri í bili. Ef upplýsingar koma fram um örugga notkun þess hjá yngri einstaklingum, t.d. með minnkun skammta, verður þessi ákvörðun endurskoðuð.

Yngri einstaklingum sem hafa fengið einn skammt af Moderna verður boðið að ljúka bólusetningu með bóluefni frá Pfizer óháð kyni. Körlum 18–39 ára er ráðið frá því að fá Moderna bóluefni að svo komnu máli.

Sóttvarnalæknir