18. september 2007
18. september 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
70 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu
Sjötíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en sex þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Flest óhöppin voru minniháttar en í nokkrum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild. Í tólf tilfellum var um afstungu að ræða.
Tuttugu og fimm umferðaróhöpp voru síðan tilkynnt til lögreglu í gær. Flest óhöppin urðu á milli hálfeitt og rúmlega tvö, eða tíu. Umferð á álagstímum gekk almennt vel en tvö óhöpp voru tilkynnt í gærmorgun á milli hálfátta og níu. Þá er vitað um fjögur umferðaróhöpp á tímabilinu frá fjögur til sex síðdegis í gær.