28. júní 2024
28. júní 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
50 ára tímamót
Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að mátti sjá fyrstu einkennisklæddu lögreglukonurnar að störfum á Íslandi, en það var 30. júní 1974. Þetta voru Dóra Hlín Ingólfsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir. Dóra Hlín, sem nú er látin, starfaði í lögreglunni um áratugskeið og Katrín í allnokkur ár. Þær voru hluti af svokallaðri kvenlögregludeild hjá lögreglunni í Reykjavík, en deildin var sameinuð almennri löggæslu þess embættis 11. maí 1976.
Tímamótanna var minnst með veglegu hófi í félagsheimili Lögreglufélags Reykjavíkur í byrjun mánaðarins líkt og fjallað hefur verið um. Á meðfylgjandi myndum eru þær stöllur Katrín, t.v., og Dóra Hlín, en starf þeirra var enginn dans á rósum og ýmislegt sem þurfti að yfirstíga.