Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. júlí 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Samstarfssamningur lögreglunnar á Austur- og Suðurlandi

Samstarfssamningur milli lögreglunnar á Austurlandi og lögreglunnar á Suðurlandi var undirritaður í vikunni á Djúpavogi. Markmiðið er að styrkja og efla löggæslu á Suður og Austurlandi og þá sérstaklega á svæðinu frá Höfn í Hornafirði að Djúpavogi.

Stefnt er að auknu samstarfi meðal annars um umferðarlöggæslu, leit og björgun og rannsóknir og þjálfunarmál með það að markmiði að tryggja öryggi íbúa og annarra sem búa, dvelja eða fara þar um. (Sjá samninginn hér.)

Frá undirritun samstarfssamnings í stjórnsýsluhúsinu Geysi á Djúpavogi. Frá vinstri; Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi, Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri á Austurlandi, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi og Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.