9. janúar 2012
9. janúar 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
40 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu
Um fjörutíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Það verður að teljast heldur mikið en þess ber þó að geta að færð á vegum hefur verið afleit undanfarna daga. Flest óhöppin voru minniháttar og ekki er vitað um slys á fólki en það er auðvitað fyrir mestu. Talsvert eignatjón varð í einhverjum tilvikum.
Bílvelta í Kópavogi.