24. mars 2020
24. mars 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Smit staðfest á Austurlandi
Í morgun var smit staðfest af völdum COVID-19 veirunnar á Austurlandi, það fyrsta á landsvæðinu. Hinn smitaði er í einangrun og ekki mikið veikur. Samkvæmt hefðbundnu verklagi er nú unnið að smitrakningu af hálfu smitrakningateymis sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra.