1. ágúst 2013
1. ágúst 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
30 grömm tekin í Vestmannaeyjum í dag
Nú síðdegis í dag hafði lögreglan í Vestmannaeyjum afskipti af manni á þrítugsaldri í heimahúsi í bænum. Í framhaldi af þeim afskiptum heimilaði maðurinn leit í húsinu og fundust við þá leit tæp 30 grömm af maríhúana sem maðurinn sagði ætlað til eigin neyslu.
Þetta er annað málið þar sem yfir 20 grömm af kannabis finnast á einum sólarhring í Eyjum, en í gærkvöldi fundust 25 grömm á manni á tvítugsaldri sem var á leið til Eyja með Herjólfi.
Lögreglan í Vestmannaeyjum er með mikinn viðbúnað vegna þjóðhátíðarinnar sem hefst formlega á morgun, en í kvöld verður svokallað Húkkaraball í tengslum við upphaf hátíðarinnar. 25 lögreglumenn auk tveggja fíkniefnahunda verða að störfum í Vestmannaeyjum þessa daga.