12. maí 2017
12. maí 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Persónuvernd er Stofnun ársins 2017
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík N<img class="right" title="Stofnun-arsins-2017_SFR" src="/media/frettir/preview/Stofnun-arsins-2017_SFR.jpg" alt="Persónuvernd er stofnun ársins 2017" width="56" height="60" align="left">ordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn í flokki lítilla stofnana með heildareinkunnina 4,72 af 5.
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Könnunin náði til yfir 200 stofnana en þeim er skipt í flokka eftir stærð.
Hjá Persónuvernd starfa í dag sex manns og er Persónuvernd því sigurvegari í flokki lítilla stofnana (færri en 20 manns) með heildareinkunnina 4,716 af 5. Reykjalundur fór með sigur af hólmi í flokki stærri stofnana (50 starfsmenn eða fleiri) með heildareinkunnina 4,458 og Menntaskólinn á Tröllaskaga í flokki meðalstórra stofnana (20-49 manns) með heildareinkunnina 4,669.
Níu þættir eru mældir í könnuninni og er mest vægi gefið stjórnun, jafnrétti, starfsanda og vinnuskilyrðum. Heildareinkunn Persónuverndar var sem áður sagði 4,716 af 5 mögulegum en meðaltal heildareinkunna var 3,97.
Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má finna á heimasíðu SFR