Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. ágúst 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Nýtt álit alþjóðlegs vinnuhóps um persónuvernd í fjarskiptum

Alþjóðlegur vinnuhópur um persónuvernd í fjarskiptum, sem Persónuvernd á sæti í, hefur gefið út álit þar sem fjallað er um persónuvernd og öryggi í fjarskiptum á netinu. Álitið tekur einnig til fjarskipta sem fara fram í gegnum netspjall, myndsíma eða á annan sambærilegan hátt. Í álitinu má finna leiðbeiningar um hvernig vernda má friðhelgi einkalífsins betur og auka öryggi í slíkum samskiptum. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum hagsmunaaðilum, svo sem löggjafanum, notendum, þjónustuaðilum og framleiðendum hugbúnaðar og tækjabúnaðar.

Álit alþjóðlegs vinnuhóps um persónuvernd í fjarskiptum

Fréttatilkynning um álitið