Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. júlí 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

21 tekinn fyrir ölvunarakstur

Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, ellefu á laugardag, sjö á sunnudag og einn í nótt. Sextán voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru sextán karlar og fimm konur.

Fjórar kvennanna eru um tvítugt en ein er rúmlega hálffertug. Tæplega þriðjungur karlanna er undir tvítugu. Þar af eru tveir 17 ára en annar þeirra var á stolnum bíl.