Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. desember 2025

Greiðsluþátttaka miðast við ráðlagðan hámarksskammt

Sjúkratryggingar vilja tilkynna um breytingar á fyrirkomulagi á greiðsluþátttöku í lyfjum sem mun taka gildi 1.janúar 2026.

Greiðsluþátttaka ákveðinna lyfja mun miðast við ráðlagðan hámarksskammt samkvæmt markaðsleyfi lyfs hér á landi. Mun það fyrirkomulag taka gildi 1. janúar 2026. Mat á lyfjanotkun byggist á þeim reikningum sem sendir eru til Sjúkratrygginga. Ef heildarnotkun einstaklings fer umfram viðmiðunarskammt, fellur greiðsluþátttaka niður og greiðir einstaklingur þá kostnað að fullu

Breytingin er í samræmi við 6. gr. reglugerðar nr. 1143/2019 um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í lyfjakostnaði, þar sem segir meðal annars:

„Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt að takmarka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði einstaklings, sem hefur verið samþykkt skv. 2. tölul. 2. mgr. 66. gr. lyfjalaga, við ákveðna skammtastærð sem fer umfram ráðlagðan hámarksskammt samkvæmt markaðsleyfi lyfsins hér á landi."

[03.12.25 Fréttin hefur verið uppfærð]