1. október 2025
1. október 2025
Bætt þjónusta og betra aðgengi að upplýsingum
Sjúkratryggingar hafa endurskrifað og endurbætt heimasíðu sína sem miðar að því að bæta þjónustu og auka aðgengi að upplýsingum.

Síðan er hönnuð með það að markmiði að einfalda leit og stytta þann tíma sem notendur verja í að finna réttar og hagnýtar upplýsingar.
Helsta nýnæmið felst í því að þjónustu og upplýsingum milli einstaklinga og fagaðila er skipt upp til að einfalda alla leit og stytta leiðir. Þannig geta notendur fljótt áttað sig á hvaða upplýsingar og þjónustu eru sérstaklega ætlaðar þeim.
Með þessum breytingum vonast Sjúkratryggingar til að upplifun þeirra sem þurfa að nýta sér þjónustu Sjúkratrygginga verði einfaldari, skilvirkari og gagnsærri, bæði fyrir almenning og fagfólk.