Fara beint í efnið

4. september 2024

Nýr vörulisti fyrir sjúkrarúm og fólkslyftara hefur verið gefinn út

Sjúkratryggingar stóðu fyrir útboði á rammasamningi vegna innkaupa á sjúkrarúmum og fólkslyfturum fyrir sjúkratryggða einstaklinga fyrr á þessu ári. Nýir samningar á grundvelli útboðsins tóku gildi 1. september síðast liðinn og hafa Sjúkratryggingar birt í kjölfarið nýtt upplýsingahefti og vörulista.

Hjólastóll - Sjúkratryggingar

Helstu breytingar frá fyrra útboði eru þær að þeim fyrirtækjum sem Sjúkratryggingar gera samninga við hefur fjölgað úr sex yfir í sjö. Jafnframt hefur vörunúmerum fjölgað frá fyrra útboði og nýir vöruflokkar bæst við og má þar helst nefna nýju vöruflokkana; Loftdýnur fyrir stillanlega rúmbotna og Flutningstæki með sæti og fótpalli.

Í vörulistanum má finna yfirlit yfir þær tegundir sem Sjúkratryggingar hafa gert samning um kaup á frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2026.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Sjúkratrygginga fyrir tæknileg hjálpartæki hér: Sjúkrarúm og fólkslyftarar – nýr vörulisti.