Fara beint í efnið

16. ágúst 2024

Hefur þú brennandi áhuga á því að tryggja heilbrigði þjóðarinnar?

Sjúkratryggingar leita að drífandi einstaklingum til að leiða svið heilbrigðisþjónustu og stafrænnar þróunar.

Sjúkratryggingar lógó

Um er að ræða lykilstörf innan stofnunarinnar og er þetta einstakt tækifæri til að vinna í spennandi og síbreytilegu umhverfi þar sem þú getur haft áhrif á þróun heilbrigðisþjónustu og þar með lagt þitt af mörkum til að tryggja heilbrigði þjóðarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2024.

Sviðstjóri stafrænnar þróunar

Við leitum að öflugum einstaklingi með brennandi áhuga á stafrænni þróun og rekstri upplýsingatæknikerfa í starf sviðsstjóra stafrænnar þróunar. Í starfinu felst leiðandi hlutverk í umbreytingu upplýsingatæknikerfa og stafrænni þróun Sjúkratrygginga. Starfið felur einnig í sér verkefnastýringu allra upplýsingatækniverkefna, ábyrgð á þróun sértækra hugbúnaðarlausna, högun tækniumhverfis og kerfa ásamt vegferð í öryggismálum.

Óskað er eftir einstaklingi sem hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynslu af rekstri og þróun upplýsingatæknikerfa og hugbúnaðarlausna. Einnig er óskað eftir reynslu af því að leiða umbætur á sviði stafrænnar þróunar. Hægt er að sjá frekari upplýsingar og sækja um starfið á Starfatorgi: Sviðsstjóri stafrænnar þróunar

Sviðstjóri heilbrigðisþjónustu

Í starfi sviðsstjóra á nýju sviði heilbrigðisþjónustu felst ábyrgð á framkvæmd samninga Sjúkratrygginga, meðal annars við sérhæfð sjúkrahús (DRG), heilsugæslu, hjúkrunarheimili, ýmsar stofnanir, fyrirtæki og sjálfstætt starfandi aðila.

Óskað er eftir einstaklingi sem hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi og er kostur að hafa þekkingu á greiðsluaðferðum í heilbrigðisþjónustu, skipulagi heilbrigðiskerfisins og reynslu af kostnaðargreiningum og árangursmælingum. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af umbótastarfi og stafrænni þróun. Hægt er að sjá frekari upplýsingar og sækja um starfið á Starfatorgi: Sviðsstjóri heilbrigðisþjónustu