Fara beint í efnið

18. júní 2024

Áherslur og verkefni til framtíðar

Skipulagsbreytingar voru kynntar starfsfólki á starfsmannafundi Sjúkratrygginga nú í morgun og taka þær strax gildi.

Sjúkratryggingar lógó

Meginatriði nýs skipulags er að tryggja skýrari afmörkun verkefna. Þá mun sviðum fjölga en skipulagseiningum fækka úr 16 í tíu. Stjórnendum verður betur kleift að vera til staðar fyrir starfsfólk og starf innan hverrar einingar verður markvissara. Svigrúm aukið til að koma augu á umbætur og nýsköpun innan einstakra sviða og stærð skipulagseininga verður jöfnuð. Boðleiðir verða styttar sem ætlað er að gera upplýsingamiðlun, ákvarðanatöku og framkvæmd skilvirkari. Aukin áhersla verður á vinnu í teymum

Við þessar breytingar breytast starfsheiti einhverra starfsmanna og tvær stöður stjórnenda verða auglýstar í ágúst, það er starf sviðsstjóra heilbrigðisþjónustu og þjónustustjóra

Nýtt skipurit Sjúkratrygginga má sjá hér:

Skipurit Sjúkratryggingar