Fara beint í efnið

14. september 2023

Afturvirkni tannréttingastyrks

Með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar, sem tók gildi 11. september 2023, fengu Sjúkratryggingar heimild til þess að veita þeim sem fengu samþykkta umsókn um styrk vegna tannréttinga frá 1. janúar til 31. ágúst 2023, viðbótarstyrk sem hér segir:

Tannlæknir - Sjúkratryggingar
  1. Vegna tannréttinga sem krefjast meðferðar með föstum tækjum í annan góm, 50.000 krónur

  2. Vegna tannréttinga sem krefjast meðferðar með föstum tækjum í báða góma, 75.000 krónur

Réttingatannlæknar munu geta sent Sjúkratryggingum reikninga fyrir viðbótarstyrknum án frekari umsóknar eða aðkomu sjúklinga eða forráðamanna þeirra.

Tannlæknarnir fá greiðslu Sjúkratrygginga til sín og draga hana frá kostnaði við meðferð viðkomandi einstaklings.