Fara beint í efnið

26. september 2022

Þjónustukönnun heilsugæslu á landsbyggðinni

Á næstu dögum verður send út könnun á þjónustu heilsugæslustöðva á landsbyggðinni.

Sjúkra lógó transparent

Tilgangur slíkrar könnunar er að skoða hvað vel er gert og hvað má betur fara. Rannsóknarfyrirtækið Maskína sér um könnunina líkt og undangengin ár.

Úrtakið fyrir könnunina er úr hópi þeirra sem sóttu þjónustu heilsugæslustöðva á landsbyggðinni á tímabilinu janúar til ágúst á þessu ári, óháð því hvar þeir eru skráðir á heilsugæslustöð.

Hlekk á könnunina verður að finna í Réttindagátt á heimasíðu Sjúkratrygginga, hjá þeim sem lent hafa í úrtakinu eða forráðamönnum þeirra. Rétt er að árétta að þátttaka og svörun er með öllu ópersónugreinanleg, jafnvel þótt hlekkur sé sendur í gegnum Réttindagáttina.

Það er von Sjúkratrygginga og heilsugæslustöðva á landsbyggðinni að sem flestir svari könnuninni því góð þátttaka gefur réttmætari niðurstöður.