21. september 2022
21. september 2022
Auglýst er eftir rekstraraðila til viðræðna um samning um að reka ljósameðferð á Akureyri
Um er að ræða ljósameðferð við húðsjúkdómum undir faglegri ábyrgð sérfræðings í húðlækningum og framkvæmd undir umsjón sérhæfðs starfsfólk t.d. sjúkraliða.
Um yfirfærslu á þjónustu er að ræða sem hefur verið sinnt af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um 1.800 meðferðir var að ræða síðast liðið ár fyrir um 40 einstaklinga.
Í gildi er rammasamningur um ljósameðferð við húðsjúkdómum og við það miðað að sá samningur gildi um daglega þjónustu en óskað er eftir aðila til viðræðna um að setja á fót slíka meðferðarstöð á Akureyri.
Þjónustan skal veitt jafnt yfir árið og vera aðgengileg a.m.k. 3 daga vikunnar. Þjónustuna skal skrá í rafræna sjúkraskrá í samræmi við lög þar um.
Um þjónustuna gilda, sjá gögn hér: Rekstur ljósameðferðar á Akureyri - Auglýsing | Sjúkratryggingar (island.is)
Almennir skilmálar Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu.
Rammasamningur dags. 23. desember 2014, með síðari breytingum.
Gengið er út frá gildistöku samnings frá 1. desember 2022 eða skv. nánara samkomulagi.
Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið innkaup@sjukra.is þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu, lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreind þjónusta yrði veitt. Fyrirspurn vegna auglýsingarinnar má senda á sama netfang.
Frestur til að til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 6. október n.k.