16. mars 2011
16. mars 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
20 ökumenn virtu ekki stöðvunarskyldu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 20 ökumönnum í umdæminu í gær sem virtu ekki stöðvunarskyldu. Fjórir ökumenn til viðbótar voru teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Þess má geta að talsvert hefur borið á ábendingum vegfarenda til lögreglu um akstur á móti rauðu ljósi á gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla tekur þessar ábendingar alvarlega og leggur einmitt sérstaka áherslu á eftirlit við ljósastýrð gatnamót um þessar mundir. Jafnframt fylgist lögregla með því að stöðvunarskylda á gatnamótum sé virt.
Lögregla bendir ökumönnum á þá miklu hættu sem af brotum sem þessum stafar og hvetur til aðgæslu að þessu leyti sem öðru. Þeir sem gerast brotlegir eiga sekt yfir höfði sér.