Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. september 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í gær

Tuttugu árekstrar voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír þeirra urðu á milli hálfátta og níu í gærmorgun og sjö á milli hálffjögur og hálfsex síðdegis. Umferð á helstu stofnbrautum gekk annars þokkalega á álagstímum þótt vissulega kæmust ökumenn ekki hratt yfir á köflum. Í tveimur tilfellum voru ökumenn fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin mjög alvarleg. Fjögur önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu en í tveimur þeirra hafði grjót fallið af vörubílum og skemmt aðvífandi bíla.

Þrír réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni í gær en einn þeirra er jafnframt grunaður um fíkniefnamisferli. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.