Fara beint í efnið

30. júní 2023

2,5% hækkun á fjárhæðum almannatrygginga

Í samræmi við lög nr. 54/2023 hækka greiðslur almannatrygginga um 2,5% frá 1. júlí 2023. Breytingin á mánaðarlegum greiðslum ræðst af tekjum þeim sem koma til samhliða greiðslum TR.

Tryggingastofnun-Logo

Helstu upphæðir frá og með 1. júlí 2023:

Ellilífeyrir:

  • Ellilífeyrir er að hámarki 315.525 kr. á mánuði.

  • Heimilisuppbót er að hámarki 79.732 kr. á mánuði

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

  • Örorku- og endurhæfingarlífeyrir er að hámarki 59.678 kr. á mánuði.

  • Tekjutrygging er að hámarki 191.105 kr. á mánuði.

  • Aldursviðbót er að hámarki 59.678 kr. á mánuði (100%).

  • Heimilisuppbót er að hámarki 64.596 kr. á mánuði.

Fjárhæðamörk vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu eru:

  • 399.034 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.

  • 317.356 kr. hjá öðrum.

Minnum á að:

  • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á.

  • Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is