Fara beint í efnið

15. maí 2024

1700 símaráðgjöf

Síðastliðið ár hefur verið unnið að því að bæta og samþætta þjónustu og ráðgjöf vegna veikinda og bráðra erinda með símaráðgjöf í síma 1700 sem Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sér um að svara.

1700 frettatilkynning

Reynslan af símaráðgjöf 1700 sýnir að með sérþjálfuðu starfsfólki er hægt að leysa úr stórum hluta fyrirspurna með ráðgjöf í síma og netspjalli. Þessa þjónustu hafa einstaklingar á starfsssvæði HVE nýtt sér í vaxandi mæli.

Þann 16. maí n.k. verður stigið skref til viðbótar á heilsugæslustöðvum HVE í samvinnu við Upplýsingamiðstöð HH. Verklagið byggir á tilraunaverkefni sem fór af stað með heilsugæslunni á Akureyri s.l. sumar og hefur gefið afar góða raun. Bráð erindi verða flokkuð í gegnum síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru fyrir komu á stöð. Þau sem þurfa, fá þá tíma samdægurs eða daginn eftir. Með þessu viljum við tryggja rétta þjónustu á réttum stað og réttum tíma. Þá mun þessi breyting spara skjólstæðingum tíma þar sem þeir geta fengið upplýsingar og ráðgjöf strax í stað þess að mæta beint á staðinn.

1700 símaráðgjöf

Hægt er að hringja í 1700 allan sólarhringinn og að auki er netspjall opið frá 8:00 til 22:00 alla daga vikunnar.

Minnum á lyfjaendurnýjun á heilsuvera.is.

Bráð erindi og ráðgjöf vegna veikinda fara núna í gegnum 1700 sem kemur þeim í réttan farveg innan heilsugæslustöðva HVE. Athugið að neyðarsíminn er áfram 112 og er fólki bent á að hringja í það númer ef þörf krefur.

Athugið eftirfarandi erindi er ekki hægt að leita til 1700 með:

  • Lyfjaendurnýjun

  • Niðurstöður úr rannsóknum

  • Símatímar hjá læknum

  • Vottorð og tilvísanir

Til að styðja sem best við þessa breytingu verður símsvörun á HVE samræmd og breytt þannig að símsvarinn mun bjóða upp á val fyrir bráð erindi og ráðgjöf vegna veikinda sem gefur viðkomandi samband við 1700.

  • Ráðgjöf vegn bráðra erinda og ráðgjöf - hjúkrunarfræðingur hjá 1700 metur bráð erindi og er á vakt allan sólahringinn og kemur málum í réttan farveg.

  • Sambandi við móttökuritara - tímabókanir.

  • Upplýsingar um lyfjaendurnýjun og samband við viðeigandi aðila á opnunartíma lyfjasímans.

Hægt er að komast á netspjall heilsuveru sembirtist neðst í hægra horni á vefsíðunni heilsuvera.is, einnig á www.hve.is eða island.is/s/hve

Netspjall Heilsuveru