15. júní 2016
15. júní 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
17. júní – opnunartími skemmtistaða
Okkur hafa borist fyrirspurnir um opnunartíma skemmtistaða vegna þjóðhátíðardagsins, en því er til að svara að 17. júní er almennur frídagur og því eiga ákvæði um helgidagafrið ekki við eins og einhverjir kunna að halda. Opnunartími skemmtistaða, sem hafa tilskilin leyfi, aðfaranótt föstudagsins 17. júní er því hinn sami og gildir alla jafna um aðfaranætur laugardaga og sunnudaga.