4. desember 2013
4. desember 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
16 umsækjendur valdir til grunnnáms við Lögregluskóla ríkisins
Valnefnd Lögregluskóla ríkisins hefur lokið störfum og voru 68 umsækjendur um skólavist metnir hæfir eftir að hafa staðist inntökupróf og mætt í viðtal hjá valnefndinni.
Með tilliti til áætlaðra fjárheimilda Lögregluskóla ríkisins var lagt fyrir valnefndina að miða við að 16 nemendur kæmu til með að hefja nám við grunnnámsdeild skólans á næsta ári og valdi hún þá sérstaklega en aðrir umsækjendur voru valdir sem varamenn í tiltekinni röð.
Öllum hæfum umsækjendum hefur verið sent bréf þar sem annað hvort kemur fram að þeir séu í hópi þeirra 16 umsækjenda sem valnefndin hefur valið til náms á framangreindum forsendum eða valdir sem varamenn.