Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. maí 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

16 kærðir vegna frágangs á farmi

Lögregluliðin í Árnessýslu, í Reykjavík og í Kópavogi hafa í dag haft sérstakt eftirlit með frágangi farms á malarflutningabílum sem ekið er um Suðurlandsveg. Margar kvartanir hafa borist frá vegfarendum, bæði til lögreglu og til umferðarstofu, um sandfok af farmi þessara bíla sem valdi síðan skemmdum á lakki og rúðum bifreiða annarra vegfarenda. Ökumenn 16 malarflutningabifreiða voru kærðir vegna ófullnægjandi frágangs á farmi en í 73. gr. umferðarlaga segir m.a. : “Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Þess skal enn fremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana, valdi rykmekki eða svipuðum óþægindum, umferðartruflun eða óþarfa hávaða.” Einn þessara 16 var kyrrsettur með bifreið sína.