Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. júlí 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

14 fíkniefnamál á Lunga – listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði. Mönnum ógnað með eggvopnum í umdæminu.

14 fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi um sl. helgi, flest í tengslum við Lunga-listahátíð ungs fólks, sem haldin var á Seyðisfirði.Þar af eru 2 mál til rannsóknar, en í öðrum tilvikum var um svokölluð neyslumál að ræða.

Lögreglunni barst tilkynning snemma í gærmorgun um að farið hafði verið inn í hús í umdæminu þar sem húsráðendum var þar á meðal ógnað með eggvopni, einn aðili hlaut smávægilega áverka sem ekki voru tilkomnir vegna eggvopnsins. Lögreglan hafði upp á viðkomandi aðilum í gær og handtók tvo karlmenn sem eru grunaðir í málinu, skýrslutökur af þeim fóru fram í gær en þeim var sleppt að því loknu. Málsatvik eru talin liggja fyrir, lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar vegna málsins.