11. ágúst 2006
11. ágúst 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
14 ára undir stýri
Ungir ökumenn komu nokkuð við sögu lögreglunnar í Reykjavík í gær. Þannig voru fjórir piltar, 17 og 18 ára, teknir fyrir hraðakstur þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. Allir voru langt yfir þeim mörkum en sá sem hraðast ók var á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Viðurlög við slíku eru 50 þúsund króna sekt og svipting ökuleyfis í einn mánuði. Þess má geta að tveir þessara ökumanna voru líka teknir fyrir hraðakstur í síðustu viku.
Þá hafði lögreglan afskipti af 14 ára strák sem sat undir stýri bifreiðar. Með honum voru þrír farþegar og var öllum gert að yfirgefa bifreiðina. Alls var 21 ökumaður tekinn fyrir hraðakstur en allmörg umferðaróhöpp urðu í borginni. Þau voru nær öll minniháttar en eitt þeirra má rekja til ölvunaraksturs.