14. október 2025
14. október 2025
1.000.000 afgreiddar umsóknir
Nú hafa yfir milljón stafrænar umsóknir verið afgreiddar innan Umsóknakerfis Ísland.is.

Áfangi þessi náðist í september þegar rúmlega 52.500 umsóknir fóru í gegnum kerfið – frá alls 153 opinberum aðilum sem innleitt hafa kerfið til þess að einfalda sína ferla og auka yfirsýn.
Umsóknakerfið leysir af hólmi ótal handtök starfsmanna sem áður þurftu að sýsla með gögn í mismunandi kerfum og jafnvel handskrá upplýsingar á mörgum stöðum til þess að hægt væri að veita viðkomandi þjónustu.
Líklegt má telja að milljónasta umsóknin hafi verið um Evrópska sjúkratryggingakortið hjá Sjúkratryggingum sem jafnan er sú þjónusta sem flestir nýta sér umsóknakerfinu í hverjum mánuði.
Vinsælustu umsóknirnar í september
Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið
Tilkynning um eigendaskipti að ökutæki
Umsókn um vegabréf
Umsókn um sakavottorð
Umsókn um framhaldsskóla
Umsókn um ökuskírteini
Umsókn um fæðingarorlof
Umsókn um að gerast leiðbeinandi í æfingaakstri
Umsókn um fjárhagsaðstoð sveitarfélag
Umsókn um skilavottorð
Sem stendur eru um 340 umsóknaferli aðgengileg á Ísland.is en þeim fjölgar í ört. Dæmi um gerðir umsókna sem búið er að útfæra í Umsóknarkerfinu eru afgreiðsla vottorða, leyfisbeiðnir, breytingar á skráningu, greiðsla fyrir ýmiskonar þjónustu og umsóknir um styrki.
Sjá nánari upplýsingar um Umsóknarkerfi Ísland.is.