17. apríl 2024
17. apríl 2024
Ánægjuleg heimsókn í Björgunarmiðstöðina
Í vikunni sem leið komu í heimsókn í Björgunarmiðstöðina á Selfossi kínverski sendiherrann og bæjarstjórinn í Árborg ásamt fylgdarliði.
Ástæða þessar heimsóknar var sú að sendiherrann langaði sérstaklega að þakka viðbragðsaðilum á suðurlandi fyrir góða og faglega þjónustu í þeim of mörgu slysum sem kínverskir ferðamenn hafa lent í á suðurlandi. Hann sagði sendiráðið vinna að slysavörnum og upplýsingagjöf með ráðamönnum hér á landi í von um að fækka slysum kínverkskra ferðamanna. Hann sagði tæpar ellefu miljónir kínverja hefðu hug á að koma til íslands á næstu árum, svo til mikils er að vinna í að sinna forvörnum og fækka slysum.
Sendiherrann vildi með þessari heimsókn þakka starfsfólki Björgunarmiðstöðinnar og þar með talið starfsmönnum sjúkraflutninga HSU, sérstaklega fyrir fagleg vinnubrögð, hlýlega framkomu og að ávallt hafi verið hugað vel að öllum sem lent hafa í slysum á þessu víðfeðma svæði sem heyrir undir viðbragðsaðilana.