Fræðslumyndir
Teiknaðar fræðslumyndir Samgöngustofu
Öryggi barna er á okkar ábyrgð. Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Börn yngri en 135 cm verða að nota bílstól sem hentar aldri þeirra, hæð og þyngd. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl.
Farsímanotkun undir stýri er bönnuð á Íslandi. Hér er fræðslumyndband um mikilvægi þess að sleppa símanum undir stýri.
Hér má finna fræðslumyndband með öryggisleiðbeiningum um notkun léttra bifhjóla í flokki I sem eru stundum einfaldlega kölluð ,,vespur". Um er að ræða vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst.
Mörg alvarleg slys verða í umferðinni vegna þess að fólk sofnar eða dottar undir stýri. Hér er fræðslumyndband um málefnið.
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist að undanförnu hér á landi. Í þessu myndbandi má finna helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi.
Áður en lagt er af stað með eftirvagn, hvort sem það er tjaldvagn, fellihýsi, kerra, hjólhýsi eða annað er að ýmsu að huga. Í þessu myndbandi er farið yfir nokkur mikilvæg atriði.
Í þessari fræðslumynd er farið yfir hvernig aka skal fram hjá og í gegnum framkvæmda- og vinnusvæði.
Fræðslumynd sem fjallar um rétt viðbrögð þegar komið er að umferðarslysi. Það sem þarf að muna og í réttri röð; Tryggja vettvang, meta aðstæður, hringja í 1-1-2 og hlúa að slösuðum.
Fræðslumynd frá Samgöngustofu um hvernig ökumenn ættu að aka innan um ökutæki í forgangsakstri.
Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni. Auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. En ertu viss um að öll ljósin á bílnum séu kveikt?
Hér er myndband sem fjallar um reglur og tilmæli er varðar samskipti og samspil hestaumferðar og annarrar umferðar.
Eldri fræðslumyndir Samgöngustofu
Hér er fræðslumyndband um undirbúning fyrir vetrarakstur.

Þjónustuaðili
SamgöngustofaÁbyrgðaraðili
Samgöngustofa