Fara beint í efnið

Fósturfjölskyldur, almennar upplýsingar

Í fósturfjölskyldum taka foreldrar að sér umönnun barna til lengri eða skemmri tíma allt eftir aðstæðum barnanna.

Fósturfjölskyldur

Alla jafnan eru ástæður þess að börn eru sett í fóstur meðal annars félagslegar aðstæður foreldra, bágur efnahagur, veikindi eða vanræksla af einhverju tagi.

Fóstur getur verið þrenns konar:

  1. tímabundið fóstur,

  2. styrkt fóstur,

  3. varanlegt fóstur.

Barnaverndarnefnd getur samkvæmt lögum tekið við forsjá eða umsjá barns með samþykki foreldra.

Barnaverndarnefndir sjá um að velja fósturforeldra fyrir börn og aðstoða og undirbúa þá fyrir hlutverkið. Upplýsingar og ráðgjöf fást einnig hjá Barna- og fjölskyldustofu.

Sé barn yngra en 8 ára tekið í varanlegt fóstur, stofnast réttur til fæðingarorlofs þegar barnið kemur inn á heimilið.

Foreldrum ber að tilkynna viðkomandi barnaverndarnefnd þegar barni er komið fyrir hjá öðrum og dvölin stendur lengur en sex mánuði. Dveljist barn hjá vandamönnum þarf þó ekki að tilkynna um þá ráðstöfun nema dvölin vari í eitt ár eða lengur.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir