Flugvellir á Íslandi
Flokkun flugvalla
Alþjóðaflugvellir á Íslandi eru vottaðir skv. reglugerð 75/2016. Aðrir flokkar flugvalla hér á landi eru skráningarskyldir, þjóna flugi innanlands og uppfylla almennt ekki að fullu kröfur sem gerðar eru til alþjóðaflugvalla. Rekstraraðilar flugvalla þurfa að sækja um starfsleyfi fyrir rekstrinum. Starfsleyfi eru tvenns konar; vottorð og staðfest skráning.
Flugvellir (alþjóðaflugvellir) vottaðir samkvæmt reglugerð 75/2016
Akureyrarflugvöllur
Egilsstaðaflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur
Flugvöllur II
Enginn flugvöllur í flokki II er nú skráður hérlendis
Skráður lendingarstaður
Á sjötta tug skráðra lendingarstaða, sjá nánar í Flugmálahandbók AIP-Ísland.
Þyrluvöllur
Enginn þyrluvöllur er nú skráður á Íslandi
Lendingar- og flugtakssvæði utan flugvalla með starfsleyfi
Slík svæði eru óvottuð með öllu frá hendi Samgöngustofu og eru lendingar utan vottaðra flugvalla algerlega á ábyrgð viðkomandi flugstjóra.
ef lendingar- og flugtakssvæði er farið að líta út sem flugvöllur er samkvæmt reglugerðinni skylt að skrá svæðið sem flugvöll
Óheimilt er að reka skráningarskyldan flugvöll, án þess að staðfest skráning sé í gildi
Vottun flugvalla
Vottun flugvalla á Íslandi hófst árið 2004 en þá var reglugerð um flugvelli fyrst gefin út hérlendis. Nú eru alþjóðaflugvellir vottaðir samkvæmt reglugerðum Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins (EASA).
Reglugerðir um flugvelli endurspegla að mestu Viðauka 14, Hluta I við Chicago-samninginn hvað varðar flugvelli sem vottaðir eru skv. reglugerð 75/2016.
Íslenskir alþjóðaflugvellir eru vottaðir samkvæmt Reglugerð 75/2016.
Aðrir flugvellir samkvæmt Reglugerð 464/2007, fjallar aðallega um flugvelli í flokki II og í flokki skráðra lendingarstaða.
Skipulagsreglur flugvalla
Keflavikurflugvöllur
Þjónustuaðili
Samgöngustofa