Flugreglur og hljóðmengun frá flugumferð
Flugumferð er skipulögð með tilliti til flugöryggis og að draga úr hljóðmengun í nágrenni flugvalla.
Flugumferð
Um flughæðir á Íslandi gildir eftirfarandi:
Yfir þéttbýli skal ekki flogið í minni hæð en 1.000 fetum (um 300 metra).
Yfir dreifbýli skal ekki flogið í minni hæð en 500 fetum (150 metra).
Flugtök og lendingar eru undanskildar þessum takmörkunum, auk þess sem hægt er að veita sérstakt leyfi. Landeigendur geta einnig veitt sérstaka heimild til lendingar á landi sínu.
Sérstakar ráðstafanir ert gerðar til að skipuleggja brottflug og aðflug við flugvelli, svokallaður umferðarhringur sem og sjónflugsleiðir til og frá flugvelli.
Mikil framþróun hefur átt sér stað í þróun hreyfla og tæknin hjálpar sífellt til varðandi minni útblástur og hávaða. Ný loftför uppfylla strangari skilyrði en þau eldri.
Sérstakar ráðstafanir eru gerðar á flestum flugvöllum til að draga úr hljóðum frá loftförum, bæði með takmörkunum á flugleiðum, opnunartímum, tilmælum og sérstökum skilyrðum. Slíkar ráðstafanir er í stöðugri þróun.
Farið er eftir lögum og reglum og ýmsum ráðstöfunum og takmörkunum í samræmi við kröfur og tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) sem Ísland er aðili að.
Leitast er við að koma til móts við umhverfið með stöðugri framþróun og ráðstafanir taka mið af gildandi reglum og kröfum.
Flugmenn þurfa að vera tillitsamir gagnvart umhverfi sínu á sama hátt og almenningur áttar sig á því að flug er hluti af samfélaginu eins og önnur farartæki og starfsemi.
Frá jörðu getur verið erfitt að meta flughæð tiltekins loftfars. Slíkt getur verið háð til dæmis landslagi, veðurskilyrðum og sjónarhorni.
Athugasemdir vegna hávaða frá loftförum ber að senda á viðeigandi heilbrigðisnefnd, en þær hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaða. Athugasemdir vegna flughæða má senda rafrænt til Samgöngustofu.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa