Flugöryggisáætlun
Í áætluninni eru sett fram afmörkuð verkefni er varða stefnu og markmið landsins í
öryggiskröfum
áhættustjórnun öryggis
öryggistryggingu
miðlun þekkingar og þjálfun
með það að markmiði að ná viðunandi stigi öryggis (acceptable level of safety) í öllum þáttum samgöngukerfisins er varðar flug.
Út frá áætluninni er unnið að þeim verkefnum sem falla þar undir og stuðla að auknu flugöryggi. Dæmi um slík verkefni er áhættugreining leyfishafa og tillögur að eftirlitsáætlunum sem stundum fela í sér aukið eftirlit byggt á áhættugreiningu.
Rammi Flugöryggisáætlunar
1. Stefna og markmið landsins
Öryggisstaðlar og viðmið
Fyrirsvar og ábyrgð
Rannsóknir flugslysa og alvarlegra flugatvika
Þvingunarúrræði er varðar eftirfylgni
2. Áhættustjórnun öryggis
Öryggiskröfur er varða slík kerfi (SMS) hjá veitendum þjónustu í flugi
Samþykki á viðunandi öryggisstigi fyrir veitendur þjónustu í flugi
3. Öryggistrygging
Eftirlit
Söfnun gagna um atvik, greiningar og miðlunar þeirra
Umfang og tíðni eftirlits stýrist af áhættumati byggðu á gögnum
4. Miðlun og vitund
Miðla þekkingu og þjálfa starfsfólk innávið
Miðla þekkingu og þjálfa starfsfólk út á við
Þjónustuaðili
Samgöngustofa