Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fargjaldaálag í almenningssamgöngum

Fargjaldaálag í almenningssamgöngum

Ef farþegi í almenningssamgöngum getur ekki sýnt fram á að hafa greitt rétt fargjald þegar eftir því er leitað, getur hann verið krafinn um sérstakt fargjaldaálag.

Endurskoðun á ákvörðun

Telji farþegi að ákvörðun um fargjaldaálag byggi á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum getur hann óskað eftir að málið verði tekið til endurskoðunar hjá flytjanda.

  • Beiðni um endurskoðun þarf að berast innan þriggja mánaða frá því að farþeginn var krafinn um gjaldið.

  • Flytjandi skal taka ákvörðun um endurskoðun innan þriggja mánaða frá því beiðnin barst.

Kæra til Samgöngustofu

Sé farþegi ekki sáttur við niðurstöðu flytjanda getur hann kært ákvörðunina til Samgöngustofu.

  • Kærur skulu sendar í tölvupósti á netfangið APR@samgongustofa.is.

  • Málsmeðferð fer samkvæmt VII. kafla stjórnsýslulaga og er úrskurður Samgöngustofu endanlegur á stjórnsýslustigi.

Reglur Strætó bs.

Fargjaldaálag hjá Strætó bs. er nánar útskýrt í reglum nr. 1021/2023. Þú getur kynnt þér reglurnar hér: Reglur um fargjaldaálag Strætó bs. nr. 1021/2023

Lög og reglur

Heimild fyrir fargjaldaálagi er að finna í 30. gr. a í lögum 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa