Endurnýja þarf skráningu heimagistingar ef ætlunin er að bjóða áfram upp á heimagistingu á nýju almanaksári.
Skilyrði fyrir endurnýjun er að búið sé að skila nýtingaryfirliti.
Umsækjandi og fasteign þarf auk þess að uppfylla sömu skilyrði og við nýskráningu heimgistingar.
Kostnaður
Endurnýjun skráningar heimagistingar kostar 8.500kr.
Ástæður synjunar
Endurnýjun getur verið synjað ef leyfishafi uppfyllir ekki skilmála og skyldur, til dæmis
ef nýtingaryfirliti hefur ekki verið skilað
ef einstaklingur hefur ítrekað misnotað skráningu sína
ef skráningarnúmer er ekki notað í markaðsefni
ef viðkomandi rými uppfyllir ekki skilyrði, svo sem ef útleigða rýmið er í bílskúr en ekki íbúð
ef umsækjandi hefur ítrekað verið afskráður áður
ef umsækjandi er hvorki með lögheimili á eign eða þinglýstur eigandi
Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu