Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

ELT neyðarsendar fyrir loftför skráð á Íslandi

Skrá 406 Mhz neyðarsendi

Allar flugvélar og þyrlur skráðar á Íslandi skulu vera búnar virkum 406 MHz neyðarsendi (ELT) sem er fær um að senda samtímis á 121,5 MHz og 406 MHz . Rétt kóðun og skráning ELT senda er nauðsynleg til að tryggja öryggi farþega og áhafnar.

Hverjir þurfa að vera með ELT?

Skylda til að vera með ELT nær til allra vélknúinna loftfara skráðra á Íslandi, þar með talið:

  • Loftför í atvinnuflugi (Part-CAT)

  • Loftför í einkaflugi (Part-NCO)

  • Þyrlur

Skráningarskylda

Allir ELT sendar í íslenskum loftförum skulu skráðir hjá COSPAS-SARSAT í gegnum Samgöngustofu með því að fylla út rafrænt eyðublað.

Samgöngustofa sér svo um að skrá sendinn á COSPAS-SARSAT vefinn 406registration.com.

Kóðunarkröfur ELT

Hver ELT sendir skal vera forritaður með einstöku 15 stafa HEX ID. Þetta auðkenni tengir sendinn við tiltekið loftfar og eiganda þess.

Rétt kóðun fer eftir búnaði loftfarsins:

Tegund loftfars

Mælt með kóðun

Loftför með Mode S transponder

Mode S 24-bit auðkenni

Loftför án Mode S transponder

Einkennisstafir loftfars (TF-XXX)

Loftför með fleiri en einum sendi (t.d. fastur + færanlegur)

Raðnúmerskóðun (fyrir aukasenda sem nota Standard Location Protocol)

Þetta fyrirkomulag tryggir að hver sendir hafi einstakt auðkenni, jafnvel þótt fleiri en einn sendir sé í sama loftfari.

Nánari upplýsingar um kóðun má finna á eftirfarandi hlekkjum:
Preferred Coding Methods 406 Mhz ELT
COSPAS-SARSAT document C/S S.007 ICE

Viðhald og prófanir

Til að tryggja áreiðanleika ELT sendis skal:

  • Framkvæma prófanir við reglubundið viðhald (að lágmarki árlega eða samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda).

  • Skipta um rafhlöður samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

  • Ganga úr skugga um að rétt HEX ID sé skráð í viðhaldsgögnum.

  • Alltaf skal prófa ELT í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

  • Gætið þess að skrá sendinn með réttum HEX ID áður en nokkur prófun hefst.

406 MHz neyðarsendar eru með sérstaka sjálfsprófunarstillingu sem er virkjuð með sérstökum rofa eða rofastöðu. Sjálfsprófun sendir ekki út neyðarkall í COSPAS-SARSAT kerfið og má framkvæma hvenær sem er.

Frekari leiðbeiningar um prófanir eru aðgengilegar á:
https://www.cospas-sarsat.int/en/beacon-ownership/testing-your-406-mhz-beacon

Tenglar og frekari upplýsingar

Spurningar varðandi skráningu, kóðun eða notkun ELT senda má senda á 406@icetra.is

Skrá 406 Mhz neyðarsendi

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa