Eftirlit veiðifélaga og veiðiréttareigenda
Veiðifélög/veiðiréttarhafar útfæra eftirlit með veiðum á vatnasvæði sínu og bera kostnað af eftirlitinu. Fiskistofa skipar eftirlitsmenn með veiði í lax- og silungsám með sérstöku erindisbréfi þegar veiðifélag/veiðirétthafi óskar þess.
Eftirlitsmenn skulu hafa frjálsa för meðfram ám og vötnum og um netlög í sjó. Skipaðir eftirlitsmenn hafa vald til að taka upp ólögleg veiðarfæri sem og veiðitæki sem notuð eru á óleyfilegum tíma eða á óleyfilegum stað.
Þjónustuaðili
Fiskistofa