Fara beint í efnið

Eftirlit Fiskistofu vegna lax og silungsveiði

Helstu eftirlitsverkefni Fiskistofu sem varða lax- og silungsveiði snúa að eftirtöldum atriðum:

  • Bann við laxveiði í sjó

  • Netaveiði göngusilungs í sjó

  • Framkvæmdir við veiðivötn

  • Slysasleppingar úr fiskeldisstöðvum

  • Fiskrækt veiðifélaga/veiðiréttareigenda

Eftirlitsmenn Fiskistofu skulu hafa frjálsa för meðfram ám og vötnum og um netlög í sjó. Þeir hafa vald til að taka upp ólögleg veiðarfæri sem og veiðitæki sem notuð eru á óleyfilegum tíma eða á óleyfilegum stað.

Reglulega sinnir Fiskistofna eftirliti með þyrluflugi í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa