EASA vottun loftfara
Flugöryggisstofnun Evrópu eða EASA (European Aviation Safety Agency) sér um að öryggis- og umhverfisvotta mismunandi tegundir loftfara, hreyfla og hluta.
Flugmálayfirvöld landa utan Evrópu, sérstaklega FAA (Bandaríska flugmálastjórnin), vinna oft samhliða að verkefninu þannig að hægt sé að gefa út evrópsk og bandarísk vottorð svo til samtímis, helst samdægurs.
Vottun á loftförum, hreyflum loftfara og loftskrúfum er skilyrði í því skyni að sannreyna hvort þau standist grunnkröfur um lofthæfi og umhverfisvernd er varðar almenningsflug.
Lög og reglur
Loftför sem falla undir reglur EASA um lofthæfi skal flokka samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr.748/2012 (EASA part21) um lofthæfi og umhverfisvottun loftfara.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa