Fara beint í efnið

Drónakort

Íslenskt Drónakort - Í vinnslu

Við vinnum nú að gerð íslensks drónakorts sem mun nýtast fjarflugmönnum til að auðvelda skipulagningu og flug. Þangað til kortið er tilbúið er mælt með að notendur dróna nýti sér aðrar upplýsingar, svo sem:

Drónaflug nálægt flugvöllum

Til að fá leyfi til að fljúga nálægt áætlunarflugvöllum þarf að senda inn umsókn til rekstraraðila flugvalla:

Aðalatriði úr reglugerð nr. 1360/2024

  • Óheimilt er að fljúga ómönnuðum loftförum innan 150 metra fjarlægðar frá viðkvæmum opinberum innviðum, s.s. orkuverum, Alþingi, forsetabústöðum, ráðuneytum, sendiráðum, lögreglustöðvum, fangelsum og sjúkrahúsum, nema með leyfi eigenda eða umráðenda.

  • Þegar flogið er nálægt íbúðarhúsnæði eða annars staðar þar sem fólk dvelst, gilda almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd.

  • Óheimilt er að fljúga á flugvöllum eða innan flugvallarsvæða án leyfis rekstraraðila og innan bannsvæða umhverfis áætlunarflugvelli nema flogið sé undir hæð hæstu hindrana, innan 50 metra við flugferil loftfarsins. Við aðra flugvelli en áætlunarflugvelli skal sýna fyllstu varkárni og gæta öryggis. Bannsvæði eru auglýst á heimasíðu Samgöngustofu og í Flugmálahandbók Íslands (AIP).



Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa