Burðarvirkis- og hjólastöðuvottorð
Burðarvirkisvottorð skal liggja fyrir við breytingu á tjónaskráningu í ökutækjaskrá.
Hjólastöðuvottorði þarf að framvísa við endurskoðun ökutækja ef dæmt hefur verið á hjólastillingu í almennri skoðun, við breytingu á tjónaskráningu í ökutækjaskrá og við sérskoðun.
Verkstæði sem gefur út burðarvirkis- eða hjólastillingarvottorð skal búið mælitækjum og aðstöðu til mats og mælinga.