Fara beint í efnið

Samfélag og réttindi

Tilkynna skráningu barns í trú- eða lífsskoðunarfélag

Börn eru skráð í trúfélag, lífsskoðunarfélag, utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga við nýskráningu í þjóðskrá þ.e. við fæðingu. 

Samkvæmt lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög skal einstaklingur tilkynna um inngöngu eða úrsögn úr trú- eða lífsskoðunarfélagi til þess félags sem í hlut á.

Nánar á vef Þjóðskrár Íslands

Ef forsjá barns er sameiginleg tilkynnir annar forsjáraðilinn breytinguna á þessu eyðublaði (A-281). Hinn forsjáraðilinn þarf að fylla út eyðublað A-282 (Breyta skráningu á trú- eða lífsskoðunarfélag - 15 ára og yngri - staðfesting) innan við viku frá því að beiðni um breytingu er send.

Ef slík staðfesting berst ekki innan viku telst tilkynningin ófullnægjandi og skráningu í þjóðskrá hafnað.

Hafi barn náð 12 ára aldri þarf það að samþykkja breytingu á skráningu á trú- eða lífsskoðunarfélagi.

Tilkynna skráningu

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá Íslands