Hægt er að óska nafnleyndar í ökutækjaskrá til að hindra notkun nafns við markaðsstarfsemi og við uppflettingu í ökutækjaskrá.
Hafi nafnleyndar verið óskað eru upplýsingar um nafn aðila ekki veittar á
tölvuskrám
listum
límmiðum
símleiðis
Veittar eru upplýsingar um nafn eiganda ökutækis ef framvísað er skriflegri beiðni ásamt skilríkjum, þar sem tilgreind er fullnægjandi ástæða fyrir beiðninni. Allar beiðnir eru skráðar og varðveittar í tvö ár. Þær upplýsingar sem varðveittar eru
upplýsingar sem veittar eru úr ökutækjaskrá
nafn þess er fær upplýsingarnar
rafrænn uppruni fyrirspurna
Þjónustuaðili
Samgöngustofa