Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Atvinnuskírteini fyrir leiðsögumenn skipa

Umsókn um útgáfu á skírteini leiðsögumanns skipa

Samgöngustofa gefur út skírteini fyrir leiðsögumenn til starfa á tilteknum hafsvæðum í fimm ár í senn. Skírteinin eru gefin út samræmi við lög um vaktstöð sigling og reglugerð um leiðsögu skipa. 

Fylgigögn

Til að fá útgefið skírteini ber að skila eftirfarandi gögnum:

  1. Nýleg mynd í vegabréfsstærð - stafræn

  2. Læknisvottorð um sjón, heyrn og heilbrigði sjómanna (ekki eldra en 6 mánaða) 

  3. Staðfesting um að hafa lokið námskeiði til að vera hafnsögumaður/leiðsögumaður skv. 13. gr. laga nr. 41/2003 og 7. gr. reglugerðar um leiðsögu skipa nr. 320/1998 

  4. Staðfesting á greiðslu

  5. Rithandarsýnishorn

  6. Yfirlýsing tveggja staðkunnugra og hæfra manna um að mælt sé með umsókninni, að umsækjandi hafi reynslu af siglingu sem skipstjóri eða stýrimaður á því hafsvæði sem skírteinið á að ná til og að umsækjandi sé nákunnugur siglingaleiðum og öllum aðstæðum á hafsvæðinu.

Lög og reglur

Umsókn um útgáfu á skírteini leiðsögumanns skipa

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa