Ársskýrslur slysaskráningar
Samgöngustofa tekur saman upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum á íslandi og til stefnumörkunar í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi.
Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum
Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2034.
Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034.
Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2015-2019.
Nokkur atriði úr slysaskýrslu 2024
13 einstaklingar létust í 10 banaslysum.
Þrír erlendir ferðamenn létust en enginn erlendur ríkisborgari búsettur hérlendis.
Níu karlmenn og fjórar konur létust en þeir 17 ökumenn sem komu við sögu í banaslysum voru allir karlmenn.
Einn fótgangandi lést, einn á bifhjóli og einn á dráttarvél. Tveir létust í sendibíl og átta í fólksbifreið.
Eldri skýrslur

Þjónustuaðili
Samgöngustofa