Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvar finn ég upplýsingar um lög og reglugerðir sem Vinnueftirlitið starfar eftir?

Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (Vinnuverndarlögum) ásamt reglum og reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

  • Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eru aðgengileg á vef stofnunarinnar ásamt yfirliti yfir önnur lög sem Vinnueftirlit hefur eftirlit með framkvæmd á eða snerta starfsemi þess.

  • Á vefnum má einnig finna yfirlit yfir reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og kveða nánar á um ákvæði þeirra. Með því að gera ctrl. f á lyklaborði á þeirri síðu og slá inn leitarorð (til dæmis húsnæði) er hægt að leita að tiltekinni reglu eða reglugerð.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?