Handbók vefstjóra: Hlutverk vefstjóra
Samvinna við Ísland.is
Vefstjórar stofnanavefja eru í samvinnu við fjölmarga aðila. Fyrir vefi sem komnir eru í loftið er tengiliðir hjá Ísland.is einkum ritstjóri og þjónustustjóri. Vefstjórar miðla ábendingum og beiðnum um þróun eða breytingar frá stofnun til Ísland.is.
Ritstjóri Ísland.is - tryggir samræmi og gæði upplýsinga á vef Ísland.is í heild sinni.
Þjónustustjóri - tryggir gæði þjónustu Ísland.is og upplifun notenda.
Ef svör finnast ekki hér í handbók vefstjóra þá sendið fyrirspurnir á netfangið vefstjorn@island.is og unnið verður úr henni hratt og örugglega.
Samráðsvettvangur vefstjóra er á Teams-svæði á vegum Stafræns Íslands.
Námskeið, kynningar og vinnustofur fyrir vefstjóra eru kynntar á vef Stafræns Íslands. Mikilvægt er að vefstjórar taki virkan þátt í slíkum viðburðum.
Ef nýr aðili tekur við skyldum vefstjóra er brýnt að tilkynna það til Stafræns Íslands gegnum netfangið vefstjorn@island.is.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?