Handbók vefstjóra: Hlutverk vefstjóra
Samvinna við Ísland.is
Vefstjórar stofnanavefja eru í samvinnu við fjölmarga aðila. Fyrir vefi sem komnir eru í loftið er tengiliðir hjá Ísland.is einkum ritstjóri og þjónustustjóri. Vefstjórar miðla ábendingum og beiðnum um þróun eða breytingar frá stofnun til Ísland.is.
Ritstjóri Ísland.is - tryggir samræmi og gæði upplýsinga á vef Ísland.is í heild sinni.
Þjónustustjóri - tryggir gæði þjónustu Ísland.is og upplifun notenda.
Ef svör finnast ekki hér í handbók vefstjóra þá sendið fyrirspurnir á netfangið vefstjorn@island.is og unnið verður úr þeim fyrirspurnum og ábendingum hratt og örugglega.
Samráðsvettvangur vefstjóra er á Teams-svæði á vegum Stafræns Íslands.
Námskeið, kynningar og vinnustofur fyrir vefstjóra eru kynntar á vef Stafræns Íslands. Mikilvægt er að vefstjórar taki virkan þátt í slíkum viðburðum.
Ef nýr aðili tekur við skyldum vefstjóra er brýnt að tilkynna það til Stafræns Íslands gegnum netfangið vefstjorn@island.is.
Ábendingar varðandi vefinn
Ert þú með ábendingu varðandi núverandi virkni eða hugmyndir fyrir frekari þróun Ísland.is?
Ef þú fyllir út upplýsingar um notendaþörf sem henni tengist getum við tekið hana til skoðunar:
Hvaða þörf eða vandamál á virknin að leysa?
Hver er notendahópurinn?
Önnur atriði sem gætu hjálpað við úrlausn, svo sem skjáskot af vef eða úr vefumsjónakerfinu.
Ábending varðandi vefinn
Skjáskot / skýringamynd
Skjáskot / skýringamynd
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?