Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvað ber að varast? Of margir hlekkir

Hlekkir geta verið gagnlegir.
En of margir hlekkir, óflokkaðir og illa skilgreindir rugla notandann í rýminu.

Varast ber að demba hlekkjasúpum á síður sem ekki er búið að taka almennilega til í. Notandinn á ekki að þurfa að opna þá alla til að vita hvaða efni er verið að vísa í.

Gott er að miða við að:

  • hafa ekki fleiri en fimm hlekki á hverri síðu

  • forgangsraða uppröðun hlekkjanna eftir mikilvægi þeirra

  • setja ártal og (pdf) merkingu aftan við hlekki á skjöl, skýrslur, greinar og bæklinga

  • tryggja að virkur hlekkur sé á bak við alla texta

  • merkja það efni sem aðeins er til á íslensku eða ensku sérstaklega.

merki

Handbók vefstjóra

Ertu með ábendingu eða spurningu?